
Verslun- Vinnustofur- Viðburðir
Heppuvegi 6, við höfnina á Höfn í Hornafirði.
Íslensk framleiðsla, hönnun, handverk og listir.
Opnar vinnustofur og kynning framleiðsluferlum.
Aðstaða til sköpunnar og skapandi barnahorn
Viðburðir, hópefli, hittingar og námskeið.

Verslun
Fatnaður, fylgihlutir, skór og heimilisvara úr íslensku fiskiroði, hreindýra- og lambaleðri. Lopa, hampi, hornum, beinum, steinum, leir, tré og fleira.

Vinnustofur
Opnar vinnustofur þar sem hönnuðir, handverks- og listafólk lætur hugmyndirnar verða að veruleika og gefa gestum færi á að fylgjast með verkeferlum og fleiru.

Viðburðir
Skapandi námskeið handa og huga. Textíl, myndlist, leiklist, markþjálfun og margt fleira fyrir einstaklinga og hópa á öllum aldri. Tilvalið sem hópefli fyrir vinnustaðinn, saumaklúbbinn, félagasamtökin og aðra, sem og valdefli fyrir einstaklinga, pör og hópa.
Helsti tilgangur Dokk er að gefa skapandi fólki stað og stund til að skapa, kynna og selja afurðir sínar og þjónustu.
Helstu markmið Dokk er að vera þekktur áhugaverður staður sem dregur að sér kaupendur og áhugafólk um hönnun, handverk, listir og allslags sköpun hugar og handa.
Markmiðunum ætlum við að ná með því að bjóða fjölbreyttar flottar vörur, áhugaverða og skemmtilega viðburði en eitt helsta aðráttaraflið verður aðgengið að fólki, rými, efnivið, tækjum tólum og tækifærum.
Dokk stuðlar að fjölbreyttari tækifærum í samfélaginu og leggur mikla áherslu á að vera til fyrirmyndar, sérstaklega fyrir ungt fólk.
Dokk er með öflugt barna- og ungmennastarf í formi námskeiða, fræðslu og fleira.
Framleiðendur, listamenn og hönnuðir
Yfir 20 framleiðendur, listamenn og hönnuðir
Leður, lopi, ljósmyndir, ljóð, leir og ljúfmeti
Súkkulaði, sápur, serum, geitagarn og gjafavara
Hvatning, kerti, kertastjakar, kort, kinnaliti og kósý
Blómailmur, bækur, bland í poka, partýspil, plaköt og prjónavörur
Heita sósur, hampur, harðfiskur, horn, bein, fjaðrir og fiða
UM (D) OKKUR

Stofnandi og stjórnandi Dokk
Ágústa Margrét er menntaður markþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík, hún útskrifaðist sem súdent af listnámsbraut, hönnunarsviði frá Iðnskólanum í Hafnarfirði og nam skó- og fylgihluta hönnun í IED í Róm. Auk þess hefur hún tekið 1 önn í fíkniráðgjöf frá Símenntun á Akureyri/ SÁÁ og ótal mörg og fjölbreytt námskeið hérlendis og erlendis.
Ágústa Margrét rak Arfleifð hönnunar- og framleiðslufyrirtæki árin 2007-2017 með áherslu á tískuvörur úr íslenskum hráefnum en síðan þá hefur hún lagt áherslu á manbætandi sköpun
með markþjálfun, hvetjandi fyrirlestrum, námskeiðum og eflandi efni. Meðal þess sem hún hefur
gefið framleitt er hvetjandi tímarit fyrir börn og ungmenni og valdeflandi veggspjöld.
Ágústa Margrét starfaði sem mannauðsstjóri í 3 ár, meðal verkefna var velferð og vellíðan starfsfólks, starfsmannaviðtöl, stefnumótun, upplýsingaflæði ráðningar, ýmiskonar hópefli og fleira.
Ágústa Margrét hefur starfað með börnum í skólum og tómstundastarfi.
Ljósmyndir og myndbönd
Flestar myndirnar og myndböndin á þessari síðu eru teknar, unnar og klipptar af Ola Aleksandra Piontkowska.
Hún hefur einstakt auga, færni og ástríðu til að fanga náttúruna, fólk, staði, vörur og fleira venjulegt á óvenjulegan og einstakan hátt.
Kíktu á fleira frá Olu hér: