
Verslun Dokk
Verslun Dokk er staðsett á Heppuvegi 6 á Höfn í Hornafirði. Húsnæðið var upphaflega sláturhús og stendur við bryggjuna á Höfn. Húsið hefur verið gert upp á glæsilegan hátt og hýsir nú veitingastað, brugghús, sýningarsali, ýmiskonar rými og fleira.
Það er vel við hæfi að verslun Dokk með fjölbreytt úrval af vörum úr íslenskum hráefnum og aukaafurðum úr landbúnaði og sjávarútvegi sé staðsett akkúrat þarna og
geta gestir upplifað sögu hússins og umhverfisins.
Tilgangur: að skapandi fólk hafi öruggan, góðan og flottan stað til að selja vörur sínar á og viðskiptavinir hafi tækifæri til að skoða og kaupa fjölbreyttar flottar vörur og fræðast um uppruna þeirra.
Markmið: að efla íslenska hönnun og framleiðslu og auka aðgengi fólks að íslenskum vörum.